ÞJÓNUSTUSKILMÁLAR – Okkar Þrif
Þessi þjónustuskilmálasamningur („Samningur“) er gerður á milli Okkar Þrif („Þjónustuveitandi“) og Viðskiptavinar („Viðskiptavinur“).
Með því að bóka eða nýta þjónustu samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi skilmála.
1. Þjónusta
Okkar Þrif býður upp á regluleg heimilisþrif, fyrirtækjaþrif, heimilisaðstoð fyrir sveitarfélög, djúpþrif, flutningsþrif, Airbnb þrif og sérverkefni eftir samkomulagi.
Verkefni og umfang eru staðfest fyrir hverja bókun.
2. Verðlagning
Verð fer eftir verkefni, m², tíma og ástandi eignar. Aukaverk (t.d. ofnþrif, ísskápur, skipulag) eru greidd sérstaklega.
Öll verð eru með VSK nema annað sé tekið fram.
3. Greiðslur
Greitt er við verklok eða samkvæmt reikningi. Vanskil geta borið á sig dráttarvexti. Enn alltaf er hægt að biðja um að færa eindaga ef þörf er á.
4. Afbókanir
Afbókanir þurfa að berast minnst 24 klst. fyrir bókaðan tíma. Enn auðvitað eru undanþágur, og alltaf er hægt að færa bókanir til eftir hentugleika.
Afbókanir innan 24 klst. (Án þess að endurbóka) kosta allt að 50% af þjónustugjaldi.
5. Gæði & Kvartanir
Kvartanir þurfa að berast innan 24 klst. frá verklokum.
Endurgreiðsla fæst í einstaka tilvikum m.a. ef þjónustan var alls ekki fullnægjandi og ekki framkvæmd samkvæmt samningi.
Okkar þrif bregst við öllum kvörtunum með því að yfirfara verkefnið og laga það sem þarf. Án aukakostnaðar enn innan eðlilegra marka.
6. Skyldur viðskiptavinar
Viðskiptavinur skal tryggja öruggt vinnuumhverfi og fjarlægja viðkvæma eða brotthætta hluti fyrir þrif.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að tryggja aðgang, eins og með lykla, kóða eða leiðbeiningum.
Viðskiptavinur skal tryggja öruggt vinnuumhverfi og fjarlægja viðkvæma eða brotthætta hluti fyrir þrif.
7. Ábyrgð
Okkar Þrif ber ekki ábyrgð á fyrirliggjandi skemmdum eða venjulegu sliti.
Starfsmenn eru tryggðir samkvæmt lögum.
Ef til þess kæmi þá bætir Okkar þrif upp tjón eða skemmdir á eignum sem kunna að verða við störf.
8. Efni & Búnaður
Þjónustuveitandi sér um hreingerningarefni og búnað nema um annað sé samið.
9. Uppsögn þjónustu
Heimilisþrif í áskrift má segja upp með 30 daga fyrirvara hjá báðum aðilum.
Gerðir eru sérstakir samningar með lengri uppsagnarfrest fyrir umfangsmeiri verkefni.
Tafarlausri uppsögn er heimil ef vanskil, brot á trausti eða ef samningsatriðum er ekki fylgt eftir.
10. Trúnaður
Öllum upplýsingum um eign og viðskiptavin er haldið algjörlega sem trúnaðarmál.
11. Lögsaga
Samningurinn fellur undir íslensk lög.