Flutningsþrif

Ertu að flytja? Það er mikið umstang í kringum það að flytja og margt sem þarf að huga að. Að fá aðstoð við flutningsþrif léttir mikið á álaginu. Það þarf að taka allt í gegn hátt og lágt í flutningsþrifum og við erum snillingar í því!

Láttu okkur sjá um þrifin fyrir þig! Flutningsþrifin okkar eru ítarleg og tryggja að rýmið sé fullkomlega hreint og tilbúið fyrir næstu íbúa. Við leggjum mikla áherslu á smáatriði og fylgjum ströngum gæðaviðmiðum í hvert skipti.

Hvernig virkar þetta?
Við finnum tíma sem henta í þrifin. Þú sendir okkur upplýsingar um rýmið ásamt símanúmeri og e-maili. Við sendum þér gooverð og verklista.

- Við sendum þér myndir þegar þrifin hafa verið kláruð
- Best er að koma og fara yfir þrifin áður enn borgað er
- Þú færð myndir sendar þegar þrifin hafa verið kláruð
- Ef þú ert ekki nógu ánægður með þrifin, þá mælum við með að leggja fram kvörtun með myndum innan 24 klst svo hægt sé að laga ef eitthvað yfirfórst í þrifunum/ekki eftir þrifalista

Innifalið í flutningsþrifum:

  • Baðherbergi skrúbbað og þrifið

  • Allir skápar ofan á, að innan og utan

  • Eldhús þrifið ásamt helluborði og háf

  • Rúður að innan og gluggakistur þrifnar

  • Sjáanlegir blettir á veggjum þrifið

  • Ryksugað og skúrað

  • Gólflistar þrifnir

  • Innstungur og rofar þrifnir

  • Hurðar þrifnar ásamt hurðarkörmum

    Reiknivélina á síðunni gefur grunnverð svo bætist ofan á aukakostnaður ef þörf er á:

    Mikil óhreinindi ………… + 20% ofan á grunnverð

    Akstursgjald ………. + 110 kr km

    Ísskápur ………….. + 3990kr

    Bakaraofn ……….. + 5990kr

    Sendu á okkur og fáðu gott tilboð!
    okkar@okkar-thrif.is eða hringja s: 760-7544