Flutningsþrif

Ertu að flytja? Það er mikið umstang í kringum það að flytja og margt sem þarf að huga að. Að fá aðstoð við flutningsþrif léttir mikið á álaginu. Það þarf að taka allt í gegn hátt og lágt í flutningsþrifum og við erum snillingar í því!

Láttu okkur sjá um þrifin fyrir þig! Flutningsþrifin okkar eru ítarleg og tryggja að rýmið sé fullkomlega hreint og tilbúið fyrir næstu íbúa. Við leggjum mikla áherslu á smáatriði og fylgjum ströngum gæðaviðmiðum í hvert skipti.

Hvernig virkar þetta?

Þú sendir okkur skilaboð eða hringir og við finnum tíma sem hentar í þrifin. Þú sendir okkur upplýsingar um rýmið ásamt símanúmeri og e-maili. Við sendum þér verð og verklista. Þú færð sms daginn áður enn þrifin eru.

ATH! Við mælum með að þú farir yfir þrifin áður enn borgað er.

Innifalið:

  • Baðherbergi skrúbbað og þrifið

  • Allir skápar ofan á, að innan og utan

  • Eldhús þrifið ásamt helluborði og háf

  • Ísskápur þrifinn

  • Bakaraofn þrifinn að innan og utan

  • Rúður að innan og gluggakistur þrifnar

  • Sjáanlegir blettir á veggjum þrifið

  • Ryksugað og skúrað

  • Gólflistar þrifnir

  • Innstungur og rofar þrifnir

  • Hurðar þrifnar ásamt hurðarkörmum